Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 15. júní 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bournemouth að fá miðjumann á frjálsri sölu
Bournemouth nálgast samkomulag við Joe Rothwell um að miðjumaðurinn gangi í raðir félagsins í sumar. Það er Sky Sports sem vekur athygli á þessu.

Rothwell kæmi frítt til félagsins þar sem hann varð samingslaus í sumar.

Rothwell var í fjögur ár hjá Blackburn áður en samningur hans rann út eftir nýliðið tímabil.

Bournemouth reyndi að fá leikmanninn í janúar en tókst ekki að fá hann í sínar raðir.

Notthingham Forest, Rangers og WBA eru meðal félaga sem einnig hafa reynt að fá Rothwell í sínar raðir.

Bournemouth fór upp úr Championship deildinni í vor og verður í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner