Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   lau 15. júní 2024 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Spánverja og Króata: Yamal og Ruiz bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánn spilaði við Króatíu í fyrsta stórleik Evrópumótsins og skóp flottan 3-0 sigur.

Fabián Ruiz skoraði og lagði upp í sigrinum og var valinn sem besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd UEFA, en Sky Sports gaf leikmönnum einnig einkunnir og þar var hinn 16 ára gamli Lamine Yamal bestur.

Í einkunnagjöf Sky fær Yamal 8 í einkunn, alveg eins og Ruiz. Markaskorararnir Dani Carvajal og Álvaro Morata fá einnig áttur fyrir sinn þátt rétt eins og vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella.

Miðjumaðurinn Mateo Kovacic var besti leikmaðurinn í liði Króatíu með 7 í einkunn.

Spánn: Simon (6), Carvajal (8), Le Normand (7), Nacho (7), Cucurella (8), Pedri (7), Rodri (7), Fabian (8), Yamal (8), Williams (7), Morata (8).
Varamenn: Olmo (7), Merino (6), Oyarzabal (6), Torres (6), Zubimendi (6).

Króatía: Livakovic (5), Stanisic (6), Sutalo (6), Pongracic (6), Gvardiol (5), Modric (5), Brozovic (6), Kovacic (7), Majer (6), Kramaric (5), Budimir (5).
Varamenn: Perisic (6), Pasalic (6), Sucic (6), Petkovic (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner