Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Ungverja og Svisslendinga: Xhaka og Aebischer bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Sviss byrjaði EM í Þýskalandi með því að leggja Ungverjaland að velli með þremur mörkum gegn einu.

Granit Xhaka, fyrrum fyrirliði Arsenal og núverandi lykilmaður á sterkri miðju Bayer Leverkusen, var valinn sem besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd evrópska fótboltasambandsins, UEFA.

Eurosport fylgist náið með framvindu mála á EM og gefur leikmönnum einkunnir að leikslokum.

Samkvæmt einkunnagjöf Europsport var Michel Aebischer besti leikmaður vallarins, enda skoraði hann og lagði upp í 3-1 sigri Sviss.

Hann fær 9 fyrir sinn þátt í sigrinum á meðan Xhaka fær 8 - alveg eins og framherjinn Kwadwo Duah sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Milos Kerkez, leikmaður Bournemouth, var þá meðal verstu leikmanna vallarins með fjóra í einkunn.

Eurosport virðist ekki gefa varamönnum einkunnir, en Breel Embolo kom inn af bekknum og skoraði þriðja mark Svisslendinga.

Ungverjaland: Gulacsi 5; Lang 4, Orban 5, Szalai 5; Fiola 4, Nagy 5, Schafer 4, Kerkez 4; Sallai 6, Szoboszlai 7; Varga 7.

Sviss: Sommer 7; Schar 7, Akanji 6, Rodriguez 6; Widmer 7, Xhaka 8, Freuler 7, Ndoye 7; Aebischer 9, Vargas 7; Duah 8.
Athugasemdir
banner
banner