Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jöfnunarmark Hafrúnar dugði ekki í titilslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Aðsend
Það hafa nokkrir Íslendingar komið við sögu í leikjum dagsins í skandinavíska boltanum, þar sem Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Bröndby í úrslitaleiknum um toppsæti dönsku deildarinnar.

Hafrún Rakel var í byrjunarliði heimakvenna í Bröndby ásamt Kristínu Dís Árnadóttur á meðan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland.

Liðin mættust í sannkölluðum titilslag í lokaumferð deildartímabilsins, þar sem Nordsjælland var með tveggja stiga forystu á toppinum fyrir upphafsflautið.

Staðan var markalaus í leikhlé en Winonah Heatley skoraði fyrir Nordsjælland í upphafi síðari hálfleiks og var Hafrún Rakel snögg að jafna metin.

Það dugði þó ekki til, Bröndby tókst ekki að gera sigurmark og lýkur því keppni í öðru sæti á tímabilinu. Emilía Kiær og stöllur eru Danmerkurmeistarar 2024.

Hin efnilega Emelía Óskarsdóttir sat þá á varamannabekk Köge í 1-0 sigri rétt eins og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir í góðum sigri AGF á útivelli.

Köge endar í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Nordsjælland.

Í fallbaráttunni var Snædís Lilja Daníelsdóttir varamarkvörður Österbro í tapi gegn B93 á meðan Arna Þráinsdóttir lék allan leikinn í 3-0 sigri OB gegn Thisted.

Þá fóru einnig leikir fram í efstu deild norska boltans, þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir kom við sögu í afar sterkum 3-1 sigri Lilleström gegn Rosenborg

LSK er í fjórða sæti eftir sigurinn, með 20 stig eftir 12 umferðir - tíu stigum eftir Rosenborg sem er í toppbaráttu við Vålerenga.

Valerenga lagði Brann að velli 2-0 en enginn Íslendingur var í hóp í þetta skiptið.

Að lokum lék Íris Ómarsdóttir allan leikinn í markalausu jafntefli Stabæk gegn Lyn. Stabæk er um miðja deild með 19 stig.

Bröndby 1 - 1 Nordsjælland
0-1 Winonah Heatley ('48)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('51)

B93 2 - 0 Osterbro

Odense 3 - 0 Thisted

Valerenga 2 - 0 Brann

Stabæk 0 - 0 Lyn

Lillestrom 3 - 1 Rosenborg

Athugasemdir
banner
banner