Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 15. júlí 2020 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Klopp skilur ekkert í endurkomu Arsenal
Nú er í gangi viðureign Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Staðan er 2-1 fyrir Arsenal nú á 62. mínútu.

Sadio Mane kom gestunum yfir en Alexandre Lacazatte og Reiss Nelson sneru taflinu við fyrir Skytturnar þegar þeir nýttu sér mistök Virgil van Dijk og Alisson Becker.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er óvanur því að sjá sína menn gefa mörk og er þetta í annað sinn frá því að van Dijk gerir mistök sem kosta mark í deildinni frá því hann gekk í raðir Liverpool fyrir tveimur og hálfu ári.

Svipur Klopp í kjölfar marks Nelson, sem kom Arsenal yfir, sýnir hversu hissa Klopp var.


Athugasemdir
banner