Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 15. júlí 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór tekur við Vestra út tímabilið (Staðfest)
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarlið Vestra hefur ráðið Jón Þór Hauksson sem nýjan þjálfa og stýrir hann liðinu út tímabilið. Jón Hálfdán Pétursson, yfirþjálfari yngri flokka, mun aðstoða Jón Þór.

Jón Þór hafði áður hafnað tilboði frá Vestra en félagið gerði aðra tilraun til að fá hann til starfa og hann hefur nú skrifað undir samning.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, sex stigum frá öðru sætinu.

Jón Þór lét af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins seint á síðasta ári eftir að hafa farið yfir strikið í samtölum við leikmenn.

Tilkynning Vestra:
Knattspyrnudeild Vestra kynnir ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla.

Jón Þór Hauksson hefur skrifað undir samning þess efnis að stýra liðinu út leiktíðina. Jón Hálfdán Pétursson, yfirþjálfari yngri flokka, mun aðstoða Jón Þór.

Jón Þór var síðast þjálfari kvennalandsliðsins en þar áður starfaði hann hjá Stjörnunni og ÍA.

Knattspyrnudeild Vestra er gríðarlega ánægt með þessa ráðningu, en í Jóni erum við að fá gríðarlega öflugan og reynslumikinn þjálfara.

Teymið hefur tekið strax til starfa og mun stýra leik okkar manna gegn Þrótti á laugardag, en sá leikur hefst klukkan 13:00 á Olísvellinum.

Áfram Vestri!


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner