Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd selur Kambwala til Spánar (Staðfest)
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn efnilegi Willy Kambwala er genginn í raðir spænska félagsins. Hann er keyptur frá Manchester United og kvaddi félagið hann í dag með færslum á samfélagsmiðlum.

Villarreal mun greiða alls tæplega 10 milljónir punda fyrir hinn 19 ára gamla Kambwala, en Rauðu djöflarnir eru með endurkaupsrétt á leikmanninum og fá háa prósentu af næstu sölu leikmannsins frá Villarreal.

Kambwala átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Man Utd og vill fá meiri spiltíma en er í boði á Old Trafford. Hann hafnaði nýjum samningi við United nýlegt.

Hann kom til United frá Sochaux árið 2020 og lék sína fyrstu keppnisleiki í vetur. Alls kom hann við sögu í tíu leikjum á nýliðnu tímabili.

Athugasemdir
banner
banner