Varnarmaðurinn efnilegi Willy Kambwala er genginn í raðir spænska félagsins. Hann er keyptur frá Manchester United og kvaddi félagið hann í dag með færslum á samfélagsmiðlum.
Villarreal mun greiða alls tæplega 10 milljónir punda fyrir hinn 19 ára gamla Kambwala, en Rauðu djöflarnir eru með endurkaupsrétt á leikmanninum og fá háa prósentu af næstu sölu leikmannsins frá Villarreal.
Kambwala átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Man Utd og vill fá meiri spiltíma en er í boði á Old Trafford. Hann hafnaði nýjum samningi við United nýlegt.
Hann kom til United frá Sochaux árið 2020 og lék sína fyrstu keppnisleiki í vetur. Alls kom hann við sögu í tíu leikjum á nýliðnu tímabili.
???? Willy Kambwala fought for his dream, and he lived it.
— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024
The defender joins Villarreal with nothing but our best wishes for the future ??#MUFC
Athugasemdir