Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 15. ágúst 2021 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ertu að horfa, Harry Kane?"
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var fjarri góðu gamni í dag þegar Tottenham vann magnaðan sigur á Manchester City.

Manchester City hefur verið í viðræðum við Tottenham um kaup á Kane síðustu vikur en félögin eru þó ekki að ná saman um kaupverð.

Hann var ekki í hóp hjá Spurs gegn City í dag þar sem hann nýbyrjaður aftur að æfa. Nuno, stjóri Tottenham, sagði hann ekki í góðu formi.

Kane vill fara frá Tottenham til að vinna titla, en stuðningsmenn félagsins vilja auðvitað ekki missa sinn besta mann. Það var sungið til hans á pöllunum undir lok leiksins í dag.

„Ertu að horfa, Harry Kane?" sungu stuðningsmenn Tottenham. Kane hefur verið sterklega orðaður við Man City og verður fróðlegt að sjá hvort City galopni veskið og kaupi landsliðsfyrirliða Englands frá Spurs á næstu dögum. Það kemur í ljós en félagaskiptaglugginn lokar í lok þessa mánaðar.


Athugasemdir
banner
banner