Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. desember 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Zola: Tímabilið með Sarri var erfitt
Maurizio Sarri og Gianfranco Zola á hliðarlínunni á síðasta tímabili.
Maurizio Sarri og Gianfranco Zola á hliðarlínunni á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola var aðstoðamaður Maurizio Sarri þegar hann stýrði Chelsea á síðasta tímabili.

Zola lýsir tímabilinu með Sarri sem erfiðu og óvenjulegu.

„Tímabilið mitt með Sarri má segja að hafi verið erfitt og óvenjulegt. Það býr mikill karakter í Sarri og hann hefur mikla trú á sínum eigin hugmyndum."

„Það var ekki auðvelt að sannfæra hann um að aðlaga hugmyndir sínar að enskum fótbolta. Hvernig hann vann vinnuna sína fyrir leiki var óvenjulegt, hvernig hann undirbjó liðið og skoðaði andstæðingana."

„Þetta var gríðarlega lærdómsríkur tími fyrir mig," sagði Zola.


Athugasemdir
banner
banner
banner