Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 16. janúar 2022 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harrison og Ronaldo búnir að skora jafnmargar þrennur
Harrison er að eiga flott tímabil.
Harrison er að eiga flott tímabil.
Mynd: EPA
Jack Harrison, kantmaður Leeds, fór á kostum í dag þegar lið hans vann flottan sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Harrison skoraði öll mörk Leeds í leiknum. Lokatölur 3-2 fyrir Leeds í Lundúnum. Mikilvæg stig í botnbaráttunni en liðið er nú í 15. sæti með 22 stig en West Ham áfram í 4. sætinu með 37 stig.

Harrison er núna búinn að skora sjö mörk í 17 deildarleikjum á þessu tímabili. Hann er að eiga virkilega gott tímabil.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er núna búinn að skora jafnmargar þrennur og sjálfur Cristiano Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni; þeir eru báðir búnir að skora eina þrennu.

Ronaldo hefur skorað fjölmargar þrennur á sínum glæsta ferli en eina þrenna hans í ensku úrvalsdeildinni kom gegn Newcastle í janúar 2008.

Ronaldo sneri aftur til Man Utd síðasta sumar og á möguleika á því að bæta í þrennusafnið með félaginu.


Athugasemdir
banner