Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Erfitt að sjá nákvæmlega hvar við þyrftum að styrkja okkur"
Víkingar enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og vörðu bikarmeistatitilinn.
Víkingar enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og vörðu bikarmeistatitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa haft ansi hljótt um sig á félagsskiptamarkaðnum frá því síðasta tímabili lauk. Þeir kræktu í Matthías Vilhjálmsson fljótlega í nóvember en síðan hefur verið ansi rólegt yfir Víkinni.

Frá síðasta tímabili hefur Víkingur í raun ekki misst neitt. Í upphafi ágúst fór Kristall Máni Ingason til Rosenborgar en annars er leikmannahópurinn óbreyttur. Adam Ægir Pálsson sneri til baka úr láni hjá Keflavík en flest bendir til þess að hann verði ekki með Víkingi í sumar. Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála, um leikmannamál Víkings í dag.

„Við erum alltaf að skoða einhverja leikmenn hingað og þangað en við erum með sterkt lið og erfitt að sjá nákvæmlega hvar við þyrftum að styrkja okkur. Við erum að skoða leikmenn bæði til að koma beint inn í liðið og til framtíðar. Ef þeir eru að koma beint inn í liðið þá þurfa þeir að vera rosalega góðir. Það er ekkert endalaust af leikmönnum sem koma til greina og þau lið sem halda á þeim leikmönnum sem kæmust í okkar lið eru kannski ekki mjög spennt að sleppa viðkomandi leikmanni. Við erum bara að vega og meta markaðinn og þá leikmenn sem eru í boði," sagði Kári.

Viljiði vera búnir að klára ykkar mál talsvert fyrir mót eða kæmi til greina að taka inn leikmann rétt fyrir mót?

„Þetta snýst bara um hvað býðst. Eins og staðan er núna erum við ágætlega sáttir með okkar leikmannahóp. Við erum með gríðarlega breidd, sérstaklega fram á við. Staðan er bara sú að ef það kemur spennandi leikmaður á okkar borð, og hann er 'fit', þá skiptir ekki öllu máli hvort það sé núna eða rétt fyrir mót. Auðvitað er alltaf best að leikmenn séu komnir frekar snemma til þess að kynna þeim fyrir okkar hugmyndafræði og því sem við erum að gera," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner