Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lewis-Skelly leið eins og milljón dollarar - „Þurfti að setja upp sýningu fyrir ömmu“
Myles Lewis-Skelly var stórskemmtilegur í viðtali eftir leik.
Myles Lewis-Skelly var stórskemmtilegur í viðtali eftir leik.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu hinum átján ára gamla Myles Lewis-Skelly ákaft eftir að hann átti frábæran leik í 2-1 sigri gegn erkifjendunum í Tottenham í gær. Hann lék í vinstri bakverði og var valinn maður leiksins.

Hann hélt svo áfram að fara á kostum í sjónvarpsviðtali við Ian Wright eftir leik þar sem hann vann hug og hjörtu áhorfenda fyrir einlæga gleði og skemmtilegt orðaval.

Hann var spurður út í atvik þegar hann var tekinn af velli á 87. mínútu og var að kýtast við leikmann Tottenham áður en hann sneri sér að áhorfendum, hvatti þá til dáða og uppskar mikil fagnaðarlæti úr stúkunni.

„Bara gleði, ég var að meðtaka þetta. Soga þetta inn. Já herra! Þetta er ótrúlegt maður," sagði Lewis-Skelly en fjölskylda hans og vinir voru í stúkunni.

„Mamma var hérna, fjölskylda mín, vinir mínir. Ég þurfti að setja upp sýningu fyrir ömmu, ég vildi ekki líta út fyrir að vera linur fyrir framan hana! Ég þurfti að vinna tæklingarnar mínar og vonandi er hún stolt af mér."

„Þetta var allt eins og það sem mig hafði dreymt um. Ég þurfti að njóta þess í botn. Ég var ekki hræddur við neinn. Ég vill verða sá besti og þá þarftu að mæta þeim bestu. Ég finn pressuna en við lifum fyrir þetta. Mér líður eins og milljón dollarar!"

Myndband af viðtalinu skemmtilega er hér fyrir neðan en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði stráknum eftir leik.

„Hann var stórkostlegur í dag. Hann er með alvöru persónuleika og hefur svo mikla trú á sjálfum sér. Hann er með þetta viðhorf í sér. Myles þurfti að spila gegn Johnson og Kulusevski og ráða við tilefnið. Það er ekki auðvelt, en hann stóð sig frábærlega,“ sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner
banner