Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka.
Sigurbjörg, sem spilar að jafnaði sem miðjumaður, er fædd árið 2008 og kemur til Hauka frá Keflavík þar sem hún er uppalin.
Sigurbjörg, sem spilar að jafnaði sem miðjumaður, er fædd árið 2008 og kemur til Hauka frá Keflavík þar sem hún er uppalin.
Þrátt fyrir ungan aldur spilaði Sigurbjörg 20 leiki með Keflavík í Bestu deildinni síðastliðið sumar.
Hún er dóttir Gunnars Magnúsar Jónassonar sem var ráðinn inn í þjálfarateymi Hauka á síðasta ári. Gunnar mun þjálfa 3. og 2. flokk kvenna hjá félaginu og verður þjálfarateymi meistaraflokks innan handar.
„Við bjóðum Sigurbjörgu Diljá innilega velkomna í Hauka!" segir í tilkynningu Hafnarfjarðarfélagsins sem verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir