mán 16. mars 2020 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmenar vilja fresta leiknum gegn Íslandi
Icelandair
Frá Laugardalsvelli þar sem leikurinn á að fara fram.
Frá Laugardalsvelli þar sem leikurinn á að fara fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun fara fram á frestun á leik sínum við Ísland í umspili fyrir EM 2020. Leikurinn á að fara fram á Laugardalsvelli þann 26. mars.

Öllum fótbolta hefur verið frestað bæði á Rúmeníu og Íslandi vegna kórónuveirunnar.

Á morgun verður stór videofundur UEFA með aðildarfélögum sínum og ætlar Rúmenía að fara fram á frestun á þeim leik.

Frá þessu er sagt á heimasíðu rúmenska knattspyrnusambandsins.

Rúmenía ætlar einnig að fara fram á að EM, sem á að fara fram í sumar, verði frestað og er líklegt að það gerist. Hvenær mótið mun fara fram á þó eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner