Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 16. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Reynir Haraldsson (ÍR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Steinn er ekkert eðlilega leiðinlegur (mynd frá 2018)
Gylfi Steinn er ekkert eðlilega leiðinlegur (mynd frá 2018)
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Bondarinn kom með Reynsari
Bondarinn kom með Reynsari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gulli benti á Hauk Heiðar og sagði eltu þennan bara!
Gulli benti á Hauk Heiðar og sagði eltu þennan bara!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Emil Ásmundsson, no brainer
Emil Ásmundsson, no brainer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halli Hróðmars lét gömlu liðsfélaana heyra það. Hér heldur hann á kippu af banönum, óvíst er af hverju.
Halli Hróðmars lét gömlu liðsfélaana heyra það. Hér heldur hann á kippu af banönum, óvíst er af hverju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir er uppalinn ÍR-ingur sem einnig hefur leikið með HK og Létti á sínum ferli. Hann var þá leikmaður Fylkis árið 2015 en lék enga keppnisleiki sökum meiðsla. Hann er vinstri bakvörður sem leikið hefur 106 leiki í deild og bikar og skorað í þeim sex mörk.

Reynir lék á sínum tíma fjóra U16 landsleiki og í fyrra lék hann tuttugu leiki með ÍR í 2. deildinni og skoraði eitt mark. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Reynir Haraldsson

Gælunafn: Elsku Bond minn byrjaði að kalla mig Reynsari, það lifir áfram hjá einhverjum

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Öldu minni

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikur á íslandsmóti kom 22.Júlí 2011 á 16 ára afmælisdeginum mínum. Guðlaugur Baldurs henti mér inná í seinustu 10, benti á Hauk Heiðar og sagði „eltu þennan bara!“

Uppáhalds drykkur: Blár collab

Uppáhalds matsölustaður: Kebab Sara í Mjódd

Hvernig bíl áttu: Steingráann Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: South Park, The Office og Inbetweeners

Uppáhalds tónlistarmaður: John Mayer, Drake og Halli Reynis mynda big 3

Uppáhalds hlaðvarp: Eina hlaðvarpið sem hefur gripið mig er Fílalag, þegar Bergur Ebbi blaðrar þá hlusta ég

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmunds

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Það er einhver bragðarefur á Huppu sem heitir Karmellaður hann er ekkert eðlilega góður

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ljósleiðarpöntunin þín hefur verið afgreidd

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Segi Leikni Reykjavík þótt ég eigi erfitt með að segja nei við Hö

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég spilaði víst móti Hojbjerg og Andreas Christensen á Húsavík, man ekkert hvernig þeir voru en ræst helvíti vel úr þeim

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Hallsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Einhver af þessum Spánverjum í þessum utanbæjarliðum, ég hef alltof oft lent uppá kant við þá kannski er ég svona ógeðslega leiðinlegur

Sætasti sigurinn: Ætla að segja eitthvað cupset, KA úti 2017 var mjög skemmtilegt

Mestu vonbrigðin: Tapið móti KR í vító í bikarnum 2017 súrt

Uppáhalds lið í enska: Man United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Emil Ásmundsson, no brainer

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ef Gylfi Steinn Guðmundsson hættir að swinga í tómt þegar hann er reiður og heldur rétt á spilunum þá eru allir vegir færir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Kári Vignisson úffffff

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Góli minn (Gunnar Óli)

Uppáhalds staður á Íslandi: 109 Breiðholt

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Halli Hróðmars fékk rautt í stöðunni 6-2 fyrir okkur í Hveragerði og ausar yfir alla gömlu liðsfélaga sína á leiðinni útaf, það var ógeðslega fyndið. Pabbi heitinn talaði líka mikið um og fannst mjög fyndið eftir leik í 4. flokki þegar ég og bróðir minn fengum rautt á sömu mínútunni á móti Skaganum. Steinar bróðir fékk mjög skrýtið rautt spjald og ég garga eh viðbjóð á dómarann í kjölfarið og fæ beint rautt. Hef látið dómara eiga sig síðan.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Klæði mig alltaf í allt vinstra megin fyrst

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NBA

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Einhverjir Nike skór sem Benni hjá Jóa Útherja selur mér

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingin var að stríða mér í menntaskóla

Vandræðalegasta augnablik: Hef því miður lagt það í vana minn að gera eitthvað virkilega heimskulegt vikulega svo það kemur ekkert uppí hausinn á mér. Það var samt einhver 15 ára gaur í Leikni sem klobbaði mig tvisvar í leik í byrjun janúar og tók næstum seinustu fjóra úr kennitölunni minni í leiðinni. Hann er ekkert eðlilega sprækur ég lét hann vita af því!

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Allaveganna ekki Stefni Stefánsson, Aron Gauta Magnússon og Gylfa Stein, myndum ekki rata útúr Árbæ saman. Tæki með mér Bond því mér þykir vænt um hann, Björgvin Stefán Pétursson og Halldór Arnarsson til að díla við tuðið í mér, það þarf oft tvo í það. Þetta yrði alvöru veisla.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei drukkið áfengi, veit ekki hversu sturlað það er

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gylfi Steinn Guðmundsson, hélt þetta væri algjör fagmaður svo er hann ekkert eðlilega leiðinlegur

Hverju laugstu síðast: Ég er lygasjúkt ógeð þýðir ekkert að spurja mig að einhverju svona

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja John Mayer um að kíkja uppí studio með mér!
Athugasemdir
banner
banner
banner