Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Góðar líkur á að Saka verði klár fyrir næsta leik Arsenal
Mynd: EPA
Góðar líkur eru á því að enski vængmaðurinn Bukayo Saka snúi aftur í lið Arsenal í næstu umferð en þetta sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, við BBC eftir 1-0 sigurinn á Chelsea í dag.

Saka hefur verið frá síðustu fjóra mánuði eftir hafa þurft að fara í aðgerð aftan í læri.

Englendingurinn er byrjaður að æfa og gæti hann því náð lokasprettinum með Arsenal.

Hann var ótrúlega öflugur með liðinu í byrjun tímabils og var höggið mikið þegar hann meiddist, en Arsenal er enn í baráttu um að Meistaradeildina og hefur þá ekki gefið upp von um að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Já, það eru góðar líkur á því,“ sagði Arteta er hann var spurður hvort Saka gæti snúið aftur eftir landsleikjaverkefnið.

Það er því möguleiki á að hann verði með Arsenal gegn Fulham þann 1. apríl.
Athugasemdir
banner
banner