mán 16. apríl 2018 13:54
Magnús Már Einarsson
Sjáðu hugmyndirnar - Tveir kostir til skoðunar með nýjan Laugardalsvöll
Laugardalsvellur tekur um það bil 10 þúsund áhorfendur í dag.
Laugardalsvellur tekur um það bil 10 þúsund áhorfendur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag að undirbúningsfélag um uppbyggingu Laugardalsvallar hafi verið stofnað og að undirbúningi um uppbyggingu skuli lokið fyrir lok árs.

Starfshópur sem ríkið og Reykjavíkurborg skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar hefur nú skilað af sér niðurstöðum og þar liggja fyrir áætlanir um mögulegan kostnað við byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu.

Tveir valkostir hafa verið kannaðir og kynntir ásamt því að skoða
núverandi völl út frá rekstri og kostnaði við endurbætur.

Annars vegar hefur verið kynntur kostur A sem er völlur fyrir
um 17.500 áhorfendur með yfirbyggðum áhorfendastæðum en
opnu þaki yfir sjálfum leikvellinum. Slíkur leikvangur myndi kosta á bilinu 7-11 milljarða.

Hins vegar er kostur B sem er fjölnota mannvirki fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki yfir leikvellinum sem hægt er að opna og loka eftir þörfum. Slíkur leikvangur myndi kosta á bilinu 11-18 milljarða.

Hér að neðan má sjá hugmyndirnar tvær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner