Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 16. maí 2021 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Þrjú lið eiga möguleika fyrir lokaumferðina
Burak Yilmaz og félagar eru á toppnum fyrir lokaumferðina.
Burak Yilmaz og félagar eru á toppnum fyrir lokaumferðina.
Mynd: EPA
Það eiga þrjú lið möguleika á því að vinna franska meistaratitilinn fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi.

Næst síðasta umferð deildarinnar fór fram í kvöld í heild sinni.

Lille, sem er á toppi deildarinnar, er með eins stigs forystu fyrir lokaumferðina eftir markalaust jafntefli gegn Saint-Etienne á heimavelli í kvöld. Það er lítið svigrúm fyrir mistök í lokaumferðinni hjá Lille en þeir eiga leik við Angers á útivelli. Angers er í 12. sæti deildarinnar.

Paris Saint-Germain er í öðru sæti, einu stigi frá Lille. PSG vann 4-0 sigur á Reims í kvöld þar sem Kylian Mbappe og Neymar voru báðir á skotskónum.

Mónakó á einnig möguleika á titlinum, þeir eru þremur stigum frá toppnum. Mónakó vann 2-1 sigur á Rennes í kvöld.

Lokaumferð deildarinnar fer fram næsta sunnudag, en PSG á útileik við Brest og Mónakó á því útileik við Lens.
Athugasemdir
banner
banner