Besti leikur 5. umferðar í Bestu deild kvenna var klárlega leikur Stjörnunnar og FH í Garðabæ. „Ég á ekki til eitt aukatekið orð," skrifaði Elíza Gígja Ómarsdóttir í beinni textalýsingu þegar Stjarnan komst í 4-1 í leiknum eftir aðeins 16 mínútur. Leikurinn endaði að lokum með 4-3 sigri þeirra bláklæddu.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir var besti leikmaður vallarins að mati Elízu og er í liði umferðarinnar ásamt Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur sem var einnig mjög góð.
Kristján Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir var besti leikmaður vallarins að mati Elízu og er í liði umferðarinnar ásamt Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur sem var einnig mjög góð.
Kristján Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur.
Karen María Sigurgeirsdóttir var allt í öllu þegar Þór/KA vann þægilegan sigur á Keflavík og voru Margrét Árnadóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir einnig öflugar.
Agla María Albertsdóttir var best þegar Breiðablik vann 0-2 útisigur á Fylki í gær, en hún skoraði bæði og lagði upp. Þá var Ásta Eir Árnadóttir enn eina ferðina öflug í vörn Blika en hún er að standa sig virkilega vel í nýrri stöðu sem miðvörður. Breiðablik hefur aðeins fengið á sitt eitt mark í fyrstu fimm leikjunum og á Ásta stóran þátt í því.
Breiðablik er með fullt hús stiga eins og Valur sem vann 3-1 sigur gegn Tindastóli. Þar var Fanndís Friðriksdóttir best.
Þá voru Sigdís Eva Bárðardóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir öflugar í sigri Víkings gegn Þrótti. Sigdís hefur byrjað tímabilið frábærlega og hlýtur að gera tilkall í landsliðið þrátt fyrir að vera bara 17 ára.
Birta Guðlaugsdóttir hélt marki sínu hreinu í leik Víkings og Þróttar og er í liði umferðarinnar.
Átta af ellefu þessara leikmanna eru í úrvalsliði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir