Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   fim 16. maí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 5. umferðar - Er að mastera nýja stöðu
Gyða Kristín Gunnarsdóttir hér til hægri.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir hér til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigdís Eva er ótrúlega skemmtilegur leikmaður.
Sigdís Eva er ótrúlega skemmtilegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir er að standa sig virkilega vel í miðverðinum.
Ásta Eir er að standa sig virkilega vel í miðverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti leikur 5. umferðar í Bestu deild kvenna var klárlega leikur Stjörnunnar og FH í Garðabæ. „Ég á ekki til eitt aukatekið orð," skrifaði Elíza Gígja Ómarsdóttir í beinni textalýsingu þegar Stjarnan komst í 4-1 í leiknum eftir aðeins 16 mínútur. Leikurinn endaði að lokum með 4-3 sigri þeirra bláklæddu.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir var besti leikmaður vallarins að mati Elízu og er í liði umferðarinnar ásamt Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur sem var einnig mjög góð.

Kristján Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sigur.



Karen María Sigurgeirsdóttir var allt í öllu þegar Þór/KA vann þægilegan sigur á Keflavík og voru Margrét Árnadóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir einnig öflugar.

Agla María Albertsdóttir var best þegar Breiðablik vann 0-2 útisigur á Fylki í gær, en hún skoraði bæði og lagði upp. Þá var Ásta Eir Árnadóttir enn eina ferðina öflug í vörn Blika en hún er að standa sig virkilega vel í nýrri stöðu sem miðvörður. Breiðablik hefur aðeins fengið á sitt eitt mark í fyrstu fimm leikjunum og á Ásta stóran þátt í því.

Breiðablik er með fullt hús stiga eins og Valur sem vann 3-1 sigur gegn Tindastóli. Þar var Fanndís Friðriksdóttir best.

Þá voru Sigdís Eva Bárðardóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir öflugar í sigri Víkings gegn Þrótti. Sigdís hefur byrjað tímabilið frábærlega og hlýtur að gera tilkall í landsliðið þrátt fyrir að vera bara 17 ára.

Birta Guðlaugsdóttir hélt marki sínu hreinu í leik Víkings og Þróttar og er í liði umferðarinnar.

Átta af ellefu þessara leikmanna eru í úrvalsliði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir