Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 23. apríl 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar á U19 aldri
Jasmín Erla og Amanda voru fremstar í flokki fyrir Val.
Jasmín Erla og Amanda voru fremstar í flokki fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir var góð í marki Víkings.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir var góð í marki Víkings.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildigunnur Ýr tryggði FH sigur.
Hildigunnur Ýr tryggði FH sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin heldur áfram að færa lesendum úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna en fyrsta umferðin kláraðist með fjórum leikjum í gær.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals byrjuðu af krafti og fór Amanda Andradóttir á kostum í 3-1 sigri gegn Þór/KA. Lillý Rut Hlynsdóttir stóð vaktina vel í vörninni gegn gömlu félögunum og Jasmín Erla Ingadóttir skoraði og lagði upp í fyrsta alvöru keppnisleiknum eftir félagaskipti sín í Val.



Nýliðar Víkingar byrjuðu af krafti en þær unnu 1-2 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkings, mætir af krafti inn í deildina og það gerir hin bráðefnilega Sigdís Eva Bárðardóttir einnig. Tveir leikmenn sem verður ótrúlega gaman að fylgjast með í sumar.

John Andrews, þjálfari Víkings, er þá þjálfari fyrstu umferðarinnar eftir þennan flotta sigur.

Nik Chamberlain tók þá einnig sigur í sínum fyrsta leik með Breiðablik, 3-0 gegn Keflavík. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var best þar og Agla María Albertsdóttir skilaði einnig flottri frammistöðu.

FH, sem spáð er góðu gengi í sumar, gerði góða ferð á Sauðárkrók og vann þar 0-1 sigur. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið og átti Elísa Bríet Björnsdóttir góðan leik fyrir Tindastól en hún er með efnilegri leikmönnum deildarinnar.

Það eru þrír leikmenn úr síðasta verkefni hjá U19 landsliðinu í þessu úrvalsliði; Sigurborg Katla, Sigdís Eva og Vigdís Lilja. Svo er Elísa Bríet fædd árið 2008 og á bara eflaust eftir að fá sitt tækifæri með U19 landsliðinu á næstu árum. Margir spennandi leikmenn að koma upp í þessari deild.

Þá voru Caroline Murray og Eva Rut Ásþórsdóttir bestar í jafntefli Fylkis gegn Þrótti í Árbænum. Caroline leikur með Þrótti og Eva með Fylki.

Úrslit umferðarinnar:
Valur 3 - 1 Þór/KA
Tindastóll 0 - 1 FH
Breiðablik 3 - 0 Keflavík
Stjarnan 1 - 2 Víkingur R.
Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner