Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 3. umferðar - Ná ótrúlega vel saman
Valur fagnar marki gegn Víkingi.
Valur fagnar marki gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Monica Wilhelm hélt hreinu í sigri á Stjörnunni.
Monica Wilhelm hélt hreinu í sigri á Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja umferð Bestu deildar kvenna kláraðist síðasta föstudag. Steypustöðin heldur áfram að færa lesendum úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna en hér fyrir neðan má sjá hvernig það lítur út eftir þriðju umferðina.

Þrír leikmenn eru í liðinu í þriðja sinn og tvær þeirra eru úr Val, en það eru Amanda Andradóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Þær hafa verið að ná ótrúlega vel saman í fremstu víglínu hjá Val.Katie Cousins, miðjumaður Vals, er einnig í liðinu eftir magnaðan 7-2 sigur gegn Víkingi.

Þá er Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðabliki að fara frábærlega af stað á þessari leiktíð en hún hefur skorað í öllum leikjunum til þessa. Hún gerði tvö mörk í 3-0 sigri gegn FH. Þar voru Elín Helena Karlsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir einnig öflugar í liði Blika.

Tindastóll vann frábæran sigur gegn Stjörnunni á útivelli þar sem Jordyn Rhodes gerði tvö mörk. Laufey Harpa Halldórsdóttir var góð í vinstri bakverðinum og Monica Wilhelm hélt hreinu í markinu. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er þjálfari umferðarinnar.

Sandra María Jessen gerði tvennu í sigri Þórs/KA gegn Þrótti og er auðvitað í liðinu en hún hefur gert sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Þá er Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis, í annað sinn í úrvalsliðinu í sumar en hún var besti leikmaður vallarins í sigri gegn Keflavík á heimavelli.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner