Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 20:48
Arnar Daði Arnarsson
Ásgeir Aron rekinn frá ÍR (Staðfest)
Ásgeir Aron.
Ásgeir Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR hefur sagt Ásgeiri Aroni Ásgeirssyni upp störfum sem þjálfara liðsins í 2. deild karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍR á Facebook síðu félagsins.

Ásgeir tók við liðinu fyrir tímabilið eftir að Brynjar Þór Gestsson hætti vegna persónulegrar ástæðna. Ásgeir Aron var aðstoðarþjálfari Brynjars Þórs en ÍR féll úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

Jó­hann­es Guðlaugs­son sem hefur verið aðstoðarþjálfari Ásgeirs Arons tekur nú alfarið við liðinu.

„Ásgeiri Aron eru þökkuð fórnfús störf í þágu knattspyrnunnar hjá ÍR og óskað velgengni í komandi verkefnum hans sem þjálfari," segir í tilkynningunni frá ÍR.

Liðið hefur byrjað sumarið illa og er liðið í 10. sæti deildarinnar en þeir unnu Fjarðabyggð í gær 2-0. ÍR er með átta stig að loknum sjö umferðum, þremur stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner