Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 16. júní 2021 14:59
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Laglegt mark Miranchuk gerði gæfumuninn
Mynd: EPA
Finnland 0 - 1 Rússland
0-1 Aleksei Miranchuk ('45)

Aleksei Miranchuk gerði eina mark leiksins er Rússland tók á móti Finnlandi í fyrsta leik 2. umferðar Evrópumótsins.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en Finnar komu knettinum í netið strax á fimmtu mínútu en markið ekki dæmt vegna rangstöðu.

Það ríkti nokkuð jafnræði inni á vellinum en Rússar gerðust áræðnari er tók að líða á hálfleikinn og kom gæðamunur liðanna kom í ljós þegar Miranchuk skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir samspil við Artem Dzyuba. Miranchuk gerði frábært mark með góðri fótavinnu og flottu skoti.

Hvorugt lið sýndi sérstaka takta og héldu Rússar í forystuna til loka. Rússar komust nær því að skora en inn fór boltinn ekki og héldu heimamenn út til loka gegn óbeittum Finnum.

Bæði Rússar og FInnar eru því með þrjú stig eftir tvær umferðir. Finnar mæta Belgum í lokaumferðinni á meðan Rússar eiga leik við Dani.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner
banner