Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. júlí 2020 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Kristjáns: Stefnum beint aftur upp
Mynd: Hulda Margrét
Það var staðfest fyrr í dag að Ólafur Kristjánsson er hættur sem þjálfari FH til að taka við Esbjerg í dönsku B-deildinni.

Ólafur býr yfir reynslu úr danska boltanum eftir að hafa stýrt Nordsjælland og Randers.

Honum bíður afar erfitt verkefni þar sem væntingar eru háar og kemur ekkert annað til greina en að fara beint aftur upp í efstu deild með félagið. Esbjerg endaði í neðsta sæti efstu deildar á nýliðnu tímabili, með 22 stig úr 32 umferðum.

„Fyrst og fremst hlakkar mig mikið til að hefja störf og verða partur af klúbbnum. Ég er kominn í alvöru fótboltabæ og við eigum erfitt verk fyrir höndum sem við verðum að leysa í sameiningu. Þetta verður skemmtilegt ferðalag," sagði Ólafur í viðtali í Danmörku í dag.

„Ég er ánægður að EfB hefur trú á mér og ég vonast til að hjálpa félaginu að komast beint aftur upp í efstu deild. Það mun ekki gerast af sjálfu sér og allir innan félagsins munu þurfa að leggja sig fram á hverjum degi til að þetta gangi upp."

Ólafur er 52 ára gamall og er fjórði þjálfari Esbjerg á einu ári. Félagið hefur áður reynt að fá hann í sínar raðir en án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner