Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jobbi: Ekki komið á hreint
Lengjudeildin
Í leik með Grindavík árið 2016.
Í leik með Grindavík árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson skipti í gær yfir í Grindavík frá Stjörnunni og er kominn með leikheimild með uppeldisfélaginu.

Jobbi, eins og hann er oftast kallaður, er uppalinn hjá Grindavík en lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil með Stjörnunni.

Fótbolti.net hafði samband við hann og spurði hann út í stöðu mála.

„Það er ekki komið á hreint (hvort skórnir séu komnir af hillunni). Ég er til taks ef það kemur enginn annar vinstri bakvörður," sagði Jobbi.

Grindavík missti Ólaf Guðmundsson úr leikmannhópnum í vikunni þar sem FH keypti Ólaf frá Breiðabliki. Ólafur hafði verið á láni hjá Grindavík.

Aðspurður hvort hann yrði í leikmannahópi Grindavíkur í kvöld þegar liðið mætir Þór í Lengjudeildinni svaraði Jobbi neitandi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner