Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júlí 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Garcia líkir Carvalho við Milner
Mynd: Getty Images
Undirbúningstímabilið í Evrópuboltanum er komin á fleygiferð. Liverpool hefur spilað tvo leiki, tap gegn Man Utd og sigur gegn Crystal Palace.

Fabio Carvalho sem gekk til liðs við Liverpool frá Fulham í sumar hefur heillað menn í þessum leikjum. Luis Garcia fyrrum leikmaður Liverpool hrósaði honum í hástert.

„Hann er einn af þeim sem getur spilað í mörgum stöðum. Við höfum séð Milner spila á miðjunni, sem framherji, nánast sem markvörður og mér finnst Carvalho vera eins. Við sáum hann nánast í bakverði í dag og á miðjunni um daginn," sagði Luis Garcia á LFCTV.

„Hann er leikmaður sem er gríðarlega hraður, getur hann spilað alls staðar. Ef hann spilar á miðjunni héðan í frá verður hann mun betri því hann hefur hæfileikann til að skora."


Athugasemdir
banner
banner
banner