Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. ágúst 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund verðlaunar Bynoe-Gittens með nýjum samningi
Mynd: EPA

Enski táningurinn Jamie Bynoe-Gittens hefur verið verðlaunaður með nýjum samningi við Borussia Dortmund. Hann kom inn af bekknum og átti stóran þátt í endurkomu Dortmund sem var 1-0 undir gegn Freiburg í annarri umferð þýska deildartímabilsins.


Nýr samningur Bynoe-Gittens gildir til 2025 en hann er aðeins nýbúinn að eiga 18 ára afmæli. Hann á fimmtán leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og kom til Dortmund úr herbúðum Manchester City fyrir tveimur árum.

Táningurinn kom við sögu í fjórum leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð og hefur nú þegar tekið þátt í tveimur leikjum á nýju tímabili. 

Dortmund stal Bynoe-Gittens af Man City eins og öðrum leikmönnum sem telja Dortmund vera betri stökkpall á þessu stigi ferilsins, enda er félagið þekkt fyrir að nota unga leikmenn óspart.

Sjá einnig:
Man City missir annan ungan leikmann til Dortmund
Unglingar í aðalhlutverki í endurkomu Dortmund


Athugasemdir
banner
banner
banner