Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. september 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte þreyttur á afsökunum Sarri
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus gerðu um helgina markalaust jafntefli gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni.

Eftir leikinn sagði Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, að það hefði ekki verið auðvelt að spila á þessum tíma dags í hitanum í Flórens, en leikurinn hófst klukkan 15:00 að ítölskum tíma. Það hefði mögulega spilað inn í að Douglas Costa, Miralem Pjanic og Danilo fóru meiddir af velli hjá Juventus í leiknum.

Antonio Conte, þjálfari Inter og fyrrum þjálfari Juventus, var spurður út í þessi ummæli Sarri á blaðamannafundi eftir 1-0 sigur Inter gegn Udinese. Sá leikur fór fram um kvöldið á laugardeginum.

„Ég vil ekki segja neitt, annars þurfum við að fara að bera saman reikninga og fjárhagsmál," sagði Conte.

„Það þarf einhver að róa sig niður, hann er núna í öflugra liðinu."

Fyrir tveimur árum barðist Napoli við Juventus um titilinn á Ítalíu. Sarri var þá við stjórnvölinn hjá Napoli. Hann komst þá í fyrirsagnirnar er hann kvartaði yfir því að Juventus spilaði alltaf á eftir Napoli, honum fannst það ósanngjarnt.

Hann talaði þá einnig oft um það að Napoli gæti ekki keppt við Juventus, liðið sem hann þjálfar núna, fjárhagslega.
Athugasemdir
banner
banner