Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. september 2022 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar um Gylfa: Nei, það veit ég ekki
Gylfi í stúkunni á EM í sumar.
Gylfi í stúkunni á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórtán mánuðir eru liðnir frá því Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Síðan hefur málið verið til rannsóknar. Málið er enn á borði lögreglu en ekki fæst uppgefið hvort Gylfi sé enn í farbanni eins og hann var í heilt ár.

Samningur Gylfa við Everton rann út í sumar og er hann án félags.

Hann hefur ekkert spilað fótbolta síðastliðið ár og það er fátt sem bendir til þess að það muni breytast á næstunni. Það eru fáar vísbendingar um það.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í Gylfa á fréttamannafundinum. „Veistu hvort það sé einhver fótbolti framundan hjá honum?" spurði Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður á RÚV.

Arnar svaraði einfaldlega: „Nei, það veit ég ekki."

Gylfi spilaði síðast með landsliðinu í nóvember 2020 gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.

Sjá einnig:
Gæti verið löng bið eftir því hvort Gylfi verði ákærður eða ekki
Athugasemdir
banner
banner