Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 16:16
Elvar Geir Magnússon
Beckham beið í 13 klukkutíma til að votta drottningu virðingu sína
David Beckham í röðinni.
David Beckham í röðinni.
Mynd: Getty Images
David Beckham, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, táraðist við kistu Elísabetar Englandsdrottningar í dag en hann hafði beðið í röð í um þrettán klukkustundir til að votta henni virðingu sína.

Hann sagði við fjölmiðla að það væri mjög sérstakt að vera þarna en árið 2003 tók hann við OBE-orðu frá drottningunni.

„Það hafði alltaf sérstaka þýðingu að bera fyrirliðabandið, klæðast landsliðstreyjunni og syngja 'God Save Our Queen'. Þetta var alltaf að fara að verða erfiður dagur," sagði Beckham.

Beckham mætti klukkan 2 um nóttina í röðina. „Ég hélt að þetta myndi þá ganga hraðar fyrir sig en ég hafði rangt fyrir mér," sagði Beckham.



Athugasemdir
banner