Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 16. september 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard um stjörnuleikinn: Hefði elskað að spila þessa leiki
Steven Gerrard
Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, segist hrifinn af þeirri hugmynd að hafa stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni en að það sé einfaldlega ekki plás fyrir hann.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, kom með þá hugmynd að hafa stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðin úr Norður- og Suður Englandi myndi mætast.

Þessi hugmynd hefur verið slegin niður af spekingum og stjórum deildarinnar en leikjaálagið á Englandi er nógu mikið fyrir og ekki þörf á að bæta við enn einum leiknum.

Gerrard er hrifinn af þessari hugmynd. Hann spilaði jú í Bandaríkjunum með Los Angeles Galaxy og kann að meta hvernig Bandaríkjamenn gera hlutina, en hann segist þó sammála því að það sé ekki pláss fyrir leikinn.

„Persónulega þá myndi ég elska að sjá þetta gerast. Ég hefði elskað að spila þessa leiki líka. Norðrið myndi vinna þetta því að Liverpool og Man City eru tvö sterkustu lið deildarinnar."

„ En ég er samt sammála því sem ég hef heyrt frá öðrum stjórum og það er einfaldlega þannig að við erum með nóg á okkar könnu og það eru þegar nógu margir leikir á dagskránni."

„Nú er ég að segja þetta og við erum ekki einu sinni í Evrópu, þannig að hin liðin eru í mjög svo erfiðri stöðu."

„Þegar ég var hjá Rangers og við vorum í Evrópu þá væri einn leikur í viðbót það síðasta sem þú vilt. Þetta er fín hugmynd og vel út fyrir kassann en ég get ekki séð þetta gerast. Ég myndi elska að horfa á þetta samt og myndi hafa poppið klárt fyrir leikinn. Þetta yrði góður leikur,"
sagði Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner
banner