Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 16. október 2019 21:48
Mist Rúnarsdóttir
Nadia Nadim: Kem pottþétt aftur
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Stórstjarnan Nadia Nadim bar fyrirliðabandið hjá PSG í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við stýrðum honum og skoruðum úr færunum okkar. Þetta hefði getað endað með stærri sigri,“ sagði Nadia Nadim, fyrirliði PSG, eftir 4-0 sigur á Breiðablik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

„Við sköpuðum kannski ekki nógu mikið en heilt yfir var þetta góð frammistaða hjá okkur. Við nálguðumst þetta fagmannlega og förum ánægðar aftur til Parísar,“ sagði danska landsliðskonan sem átti góðan leik í framlínu PSG.

Nadia segir að franska liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks og vitað ýmislegt um andstæðingana, þær hafi þó fyrst og fremst hugsað um sinn eigin leik.

„Við vorum búnar að kynna okkur þær og vissum að þær myndu liggja til baka og beita skyndisóknum. Þær eiga hraða leikmenn fram á við. Við erum hinvegar með það mikil gæði í okkar liði að við einbeitum okkur mest að okkur sjálfum.“

Breiðablik bíður ærið verkefni í síðari viðureign liðanna en PSG er með fjögurra marka forskot og tekur á móti íslenska liðinu á heimavelli sínum í París þar sem þær eru ósigraðar.

Franska liðið kom til landsins í gær og fer strax aftur heim í nótt.

„Þetta er því miður stutt ferðalag. Ég elska Ísland og á nokkra góða vini héðan. Ég kem pottþétt aftur hingað og gef mér tíma til að skoða landið,“ sagði Nadia sem hefur fulla trú á að PSG geti unnið Meistaradeildina í vor.

„Mér finnst við vera með nógu gott lið til að fara alla leið. Við förum í hvern leik til að vinna og með liðið, breiddina, gæðin, reynsluna, hæfileikana og hungrið sem við búum yfir getum við farið alla leið.“

Nánar er rætt við þessa öflugu knattspyrnukonu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner