Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 16. október 2020 20:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Everton og Liverpool
Mynd: Guardian
Yerry Mina og Lucas Digne verða væntanlega leikfærir á morgun og í varnarlínu Everton sem mætir Liverpool klukkan 11:30.

Báðir urðu fyrir minniháttar meiðslum í liðnum landsliðsglugga.

Í líklegum byrjunarliðum Guardian er búist við því að Gylfi Þór Sigurðsson byrji á varamannabekk Everton.

Markvörðurinn Alisson er enn á meiðslalistanum hjá Liverpool svo Adrian ver markið áfram.

Sadio Mane og Thiago Alcantara snúa aftur.

Everton er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús og spennandi að sjá hvernig liðinu mun vegna gegn grönnum sínum og Englandsmeisturum.
Athugasemdir