Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drogba segist hafa hafnað tilboði frá Chelsea
Langar að verða forseti knattspyrnusambands Fílabeinsstrandarinnar
Didier Drogba.
Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba segist hafa hafnað möguleikanum á endukomu til Chelsea.

Fyrrum sóknarmaðurnn Drogba gerði garðinn frægann með Chelsea frá 2004 til 2012, og spilaði hann einnig með félaginu leiktíðina 2014/15.

Drogba lagði skóna á hilluna á síðasta ári. Hann segist hafa fengið starfstilboð frá Chelsea, en hann hafnaði því. Hann langar að fara aftur heim til Fílabeinsstrandarinnar þar sem hann vonast til að gerast forseti knattspyrnusambandsins.

„Ég fékk tilboð frá Chelsea þar sem allt hefði verið fullkomið," sagði Drogba að því er kemur fram á The Sun. „Ég vil hjálpa fótboltanum á Fílabeinsströndinni vegna þess að ég elska hann."

„Ég er leiðtogi, og hugsjón mín er stærri en sú að vera bara þjálfari. Þjálfari hefur áhrif á félag, en ég vil hafa áhrif á heila þjóð."

Drogba er markahæsti leikmaður í sögu landsliðs Fílabeinsstrandarinnar með 65 landsliðsmörk.
Athugasemdir
banner
banner