Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Chicago Fire í viðræðum við Neymar
Fer Neymar til Bandaríkjanna?
Fer Neymar til Bandaríkjanna?
Mynd: Getty Images
Bandaríska MLS-deildarfélagið Chicago Fire er í viðræðum við brasilíska sóknarmanninn Neymar.

Samningur Neymar við Al-Hilal í Sádi-Arabíu rennur út í sumar en hann hefur verið tvö ár í Sádi-arabísku deildinni.

BBC segir að það séu ýmis flækjustig og ýmislegt eigi eftir að ræða áður en möguleiki sé á samkomulagi.

Neymar er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi en hann gekk í raðir Al-Hilal frá PSG 2023 fyrir 77 milljónir punda. Hann hefur aðeins spilað sjö leiki, aðallega vegna slæmra hnémeiðsla sem hann hlaut tveimur mánuðum eftir skiptin.

Félagaskiptaglugginn í MLS er opinn frá 31. janúar til 23. apríl. Chicago Fire endaði í neðsta sæti Austurdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner