Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 12:50
Elvar Geir Magnússon
Heimaleikur Víkings gæti verið spilaður í Helsinki
Heimavöllur HJK Helsinki er með gervigrasi.
Heimavöllur HJK Helsinki er með gervigrasi.
Mynd: Getty Images
Heimaleikur Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni fer mögulega fram í Helsinki í Finnlandi. UEFA gaf ekki leyfi fyrir því að leikurinn yrði spilaður í Danmörku eins og Víkingur hafði stefnt að.

Það eru aðrir Evrópuleikir á þessum tíma á Kaupmannahafnarsvæðinu og vegna öryggisgæslu og umgjarðar hefur UEFA ekki gefið Víkingum grænt ljós á að spila þar. Viðræður höfðu verið í gangi um heimavöll Nordsjælland.

Vegna lélegra vallarmála hér á Íslandi þarf Víkingur að spila erlendis og áður hafði UEFA ekki gefið leyfi á að spila í Færeyjum vegna erfiðra samgangna til landsins.

Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni sagði frá því á X að leikurinn yrði í Helsinki en Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar, segir að leikstaður sé ekki staðfestur. Helsinki sé möguleiki en þetta ætti að skýrast á næstu dögum.

Heimaleikur Víkings fer fram föstudaginn 13. febrúar og seinni leikurinn fer fram fimmtudaginn 20. febrúar. Sigurliðið í einvíginu fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner