Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 23:00
Aksentije Milisic
Klopp: Er ekki nógu góður í ítölsku
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gefið það í skyn að hann muni ekki þjálfa á Ítalíu á sínum ferli. Ástæða þess sé að hann er ekki nógu góður í ítölsku.

Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og liðið varð Evrópumeistari í fyrra. Því er ljóst að það verður mikill áhugi á Klopp, ákveði hann að yfirgefa Liverpool einn daginn.

„Ég vil ferðast eftir að ferli mínum lýkur. Gott rauðvíns glas og ég mun skemmta mér með Arrigo Sacchi. Eða þá með Carlo Ancelotti eða Maurizio Sarri," sagði Klopp við ítalska útvarpsstöð.

„Ég elska landið ykkar, veðrið og matinn. En ef ég á að sinna minni vinnu, þá verð ég að kunna tungumálið og ég er ekki nógu góður í ítölsku."

Klopp sagði að það væri ekki alveg útilokað að hann myndi þjálfa á Ítalíu einn daginn en þá þurfti hann að leggja mikla vinnu í það að læra tungumálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner