Brasilíski kantmaðurinn Antony hefur heldur betur farið vel af stað á láni hjá Real Betis í spænska boltanum.
Hann er búinn að skora þrjú mörk og gefa eina stoðsendingu í fjórum leikjum og var hann valinn besti leikmaður vallarins í 3-0 sigri gegn Real Sociedad í kvöld.
Antony skoraði, lagði upp og skapaði í heildina fjögur marktækifæri í leiknum.
Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Antony er valinn sem besti leikmaður vallarins og er hann á góðri leið með að hljóta nafnbótina besti leikmaður La Liga deildarinnar í febrúarmánuði.
Antony er samningsbundinn Manchester United en hefur alls ekki tekist að finna réttan takt í enska boltanum.
16.02.2025 22:08
Spánn: Antony skoraði og lagði upp gegn Real Sociedad
Athugasemdir