Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Antony maður leiksins þriðja leikinn í röð
Mynd: Real Betis
Brasilíski kantmaðurinn Antony hefur heldur betur farið vel af stað á láni hjá Real Betis í spænska boltanum.

Hann er búinn að skora þrjú mörk og gefa eina stoðsendingu í fjórum leikjum og var hann valinn besti leikmaður vallarins í 3-0 sigri gegn Real Sociedad í kvöld.

Antony skoraði, lagði upp og skapaði í heildina fjögur marktækifæri í leiknum.

Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Antony er valinn sem besti leikmaður vallarins og er hann á góðri leið með að hljóta nafnbótina besti leikmaður La Liga deildarinnar í febrúarmánuði.

Antony er samningsbundinn Manchester United en hefur alls ekki tekist að finna réttan takt í enska boltanum.

   16.02.2025 22:08
Spánn: Antony skoraði og lagði upp gegn Real Sociedad

Athugasemdir
banner
banner
banner