Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   mán 17. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barcelona getur tekið toppsætið
Mynd: EPA
Barcelona fær Rayo Vallecano í heimsókn í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og geta lærisveinar Hansi Flick hirt toppsæti deildarinnar af erkifjendunum í Real Madrid.

Real er með þriggja stiga forystu á Barca sem stendur, en Börsungar eiga leik til góða í kvöld og eru með talsvert betri markatölu - auk þess að hafa rúllað yfir Madrídinga í fyrri innbyrðisviðureign liðanna.

Leikurinn í kvöld verður þó ekki auðveldur því Vallecano hefur verið að gera gott mót og er búið að sigra þrjá leiki í röð. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.

La Liga
20:00 Barcelona - Vallecano
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
7 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
8 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
9 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
10 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner