Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 17. mars 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hann er fyrsti maðurinn sem þú tekur með þér inn í slag"
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson verður í U21 hópnum í Ungverjalandi
Jón Dagur Þorsteinsson verður í U21 hópnum í Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afons Sampsted
Afons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við höfum þann eiginleika að við getum spilað ótrúlega vel sem lið og ég hef trú á því að við getum náð í úrslit gegn öllum þessum þremur liðum
Við höfum þann eiginleika að við getum spilað ótrúlega vel sem lið og ég hef trú á því að við getum náð í úrslit gegn öllum þessum þremur liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted ræddi við Fótbolta.net í dag. Alfons er leikjahæsti leikmaður í sögu U21-árs landsliðsins en verður með A-landsliðinu í þessum glugga á meðan U21 fer í milliriðla í lokakeppni Evrópumótsins.

Fyrr í dag voru birt svör hans við spurningum um A-landsliðið en hann var einnig spurður út í U21 þar sem hann var varafyrirliði í síðustu undankeppni. U21-liðið mætir Rússlandi, Frakklandi og Danmörku og er fyrsti leikur eftir átta daga.

Fyrri hluti viðtalsins (um A-landsliðið):
Fyrsti keppnisleikur gæti verið gegn Þýskalandi: Ótrúlega spennandi verkefni

Þú þekkir þennan U21-hóp ótrúlega vel. Er þetta ekki hópur sem getur gert eitthvað á þessu móti?

„Jú, mér finnst það. Mér finnst við hafa sýnt það og sannað að við getum náð í úrslit gegn hvaða liði sem er. Við tökum sterk lið á borð við Svía og Íra í undankeppninni. Við höfum þann eiginleika að við getum spilað ótrúlega vel sem lið og ég hef trú á því að við getum náð í úrslit gegn öllum þessum þremur liðum," sagði Alfons.

Sumir vilja meina að Jón Dagur [Þorsteinsson, fyrirliði U21] ætti að vera í A-liðinu en hann verður í Ungverjalandi. Burtséð hver þín skoðun sé á því vali, er gott fyrir U21 að hafa hann á mótinu?

„Já, mér finnst það. Hann er bæði frábær leikmaður og mjög góður innan hópsins. Hann er þannig karakter að hann er ótrúlega skemmtilegur út á við, grínast og skemmtilegt að vera í kringum hann. Ég skil alveg að einhverjir geta haft ákveðna skoðun á honum horfandi á utan frá. Ég upplifi hann sem mjög stóran karakter, drífir liðið áfram og frábær leikmaður að hafa með í Ungverjalandi."

Má segja að hann sé týpan sem er léttur á því út á við en tekur verkefninu 100% alvarlega?

„Já, um leið og á hólminn er komið er hann klár. Hann er fyrsti maðurinn sem þú tekur með þér inn í slag."

Hvað gefur hann liðinu inn á vellinum? Áberandi mikil gæði í honum?

„Já, hann býr yfir mikilli ró þegar hann er með boltann, sem er mjög gott fyrir okkur sem landslið. Að geta komið boltanum á hann og hann getur leyft okkur aðeins að anda er mikill kostur. Hann hefur líka þennan 'X factor' að hann getur skapað hluti út úr nánast engu. Hann hefur tekið það mörg skref að hann er kominn á mjög hátt 'level' sem er frábært fyrir okkur að hafa í liðinu," sagði Alfons.

Úr fyrri hlutanum:
Pínu svekkjandi að þetta sé á sama tíma?

„Jú, að sjálfsögðu. Best hefði verið ef þetta hefði verið á sitthvorum tímanum og maður hefði getað verið á báðum stöðum. Stundum er þetta bara svona að hlutirnir skarast á og þá verða landsliðsþjálfararnir að meta hvoru megin er best að hafa mig."

Þegar leikirnir eru búnir og þjálfarnir eru búnir að koma sínu frá sér er þá fyrsta mál á dagskrá að skoða hvernig U21 er að gera í sínu verkefni?

„Já, ég hugsa það. Við verðum að halda einbeitingu á okkar leik eins lengi og hægt er. Um leið og maður hefur efni á að sleppa þeirri einbeitingu þá kíkir maður á úrslitin hjá U21."

Fyrri hluti viðtalsins (um A-landsliðið):
Fyrsti keppnisleikur gæti verið gegn Þýskalandi: Ótrúlega spennandi verkefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner