Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. mars 2021 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Reikna ekki með því að það séu miklar líkur á því að ég verði valinn í framhaldinu"
Kom ekki á óvart því enginn hafði heyrt í honum
Icelandair
Viðar fagnar marki gegn Danmörku á Parken.
Viðar fagnar marki gegn Danmörku á Parken.
Mynd: Getty Images
Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra, skoraði í síðasta leik með landsliðinu og var svona nokkuð bjartsýnn varðandi framhaldið en þeir eru á því að þetta sé rétti hópurinn.
Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra, skoraði í síðasta leik með landsliðinu og var svona nokkuð bjartsýnn varðandi framhaldið en þeir eru á því að þetta sé rétti hópurinn.
Mynd: Jørn H. Skjærpe/Dagsavisen
Viðar hefur oft verið í því hlutverki að koma inn á sem varamaður.
Viðar hefur oft verið í því hlutverki að koma inn á sem varamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður er ekkert að yngjast og fyrir mér er númer eitt er að spila vel með félagsliði, eins og það hefur alltaf verið
Maður er ekkert að yngjast og fyrir mér er númer eitt er að spila vel með félagsliði, eins og það hefur alltaf verið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynntur fyrsti landsliðshópur þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. 25 leikmenn eru í hópnum og þeir allir mjög þekktar stærðir fyrir utan mögulega Alfons Sampsted sem kemur inn í liðið úr U21-árs landsliðinu.

Tvö nöfn sem við Íslendingar þekkjum vel voru fjarverandi þegar hópurinn var kynntur. Það voru nöfn þeirra Emils Hallfreðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar.

Viðar er 31 árs sóknarmaður sem leikur með Vålerenga í Noregi. Fótbolti.net heyrði í Viðari í dag og spurði hann út í valið og annað því tengdu.

„Ég er ljómandi góður, það voru reyndar nokkur smit að greinast í hópnum okkar og því höfum við ekki æft í nokkra daga, annars bara léttur, ljúfur og kátur," sagði Viðar.

Hvernig hafði undirbúningstímabilið verið fram að smitinu?

„Ég er búinn að vera 'fit' að eins góðu leyti og hægt er. Við höfum ekki getað spilað neina leiki, spiluðum bara einn æfingaleik en höfum æft mjög mikið síðan um miðjan janúar. Það er alltaf verið að breyta reglunum hér, þetta má en þetta má ekki."

„Við vorum á leiðinni í burtu frá Noregi í dag en svo greindist smit á sunnudag og annað í dag. Því var tekið fimm daga frí þangað til við vitum meira. Það er búið að banna æfingaleiki hér sem er frekar geggjað,"
sagði Viðar í léttum tón.

„Molde er búið að vera á Spáni í kringum Evrópuleikina sína til að geta æft og Bodö/Glimt hefur líka verið þar," sagði Viðar aðspurður hvernig Molde, sem á leik á morgun í Evrópudeildinni, hefur verið að gera hlutina.

Að landsliðsvalinu, voru þeir Arnar og Eiður í einhverju sambandi við þig?

„Nei, bara ekki neitt. Þannig þetta kom mér ekkert á óvart þegar hópurinn var gefinn út því það var enginn búinn að heyra í mér."

Þú hefur þá áttað þig á því fyrir einhverju síðan að þú yrðir ekki valinn?

„Já, fyrir einhverju síðan. Þetta eru nýir þjálfarar með nýjar áherslur. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra, skoraði í síðasta leik með landsliðinu og var svona nokkuð bjartsýnn varðandi framhaldið en þeir eru á því að þetta sé rétti hópurinn. Það er 'no hard feelings' og ég vona bara að þeim gangi vel í þessu verkefni."

„Maður er ekkert að yngjast og fyrir mér er númer eitt að spila vel með mínu félagsliði, eins og það hefur alltaf verið. Auðvitað er alltaf gaman að vera með landsliðinu en ég missi ekkert svefn yfir þessu."

„Mig hefur grunað þetta í svolítið langan tíma því ég held að það hafi verið búið að hringja í alla fyrir svolítið löngu síðan og ég var ekki einn af þeim. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki inn í myndinni lengur og það er ekkert annað í því að gera en að einbeita sér að félagsliðinu."


Þú sem keppnismaður hlýtur að líta alltaf á það sem mikið hrós þegar þú ert valinn og kannski jafn fúlt þegar þú ert ekki valinn?

„Já já, auðvitað. Eins og ég sagði þá var ég búinn að púsla þessu saman fyrir einhverjum tíma síðan og hélt að ég yrði ekki valinn. Auðvitað vill ég vera valinn í hópinn en ég sá þetta koma og sætti mig við það."

„Ég er ekkert að spila, það er undirbúningstímabil hér núna og ég get ekkert verið að fara í næsta leik og skora þrennu, þetta er ekki þannig. Þetta er þeirra ákvörðun og ég virði hana. Ég vona að þeim gangi vel í þessum þremur leikjum."


Eru dyrnar alltaf opnar ef kallið kemur í næsta verkefni?

„Já, já þær eru alltaf opnar. Ég samt horfi á þetta þannig að það eru fimm framherjar valdir, Alfreð er meiddur og ég er ekki einn af þessum fimm."

„Ég reikna ekki með því að það séu miklar líkur á því að ég verði valinn í framhaldinu, líka ef ég horfi aldurinn og svona. Ég geri ráð fyrir að þeir reyni að yngja hópinn eitthvað i framhaldinu. Aldrei lokar maður neinum dyrum,"
sagði Viðar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner