Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi skoraði laglegt mark í sigri
Mynd: EPA
Lionel Messi var á markaskónum þegar Inter Miami lagði Atlanta United í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.

Messi hefur verið í hvíld að undanförnu en hann var ekki með í þremur leikjum í röð. Hann kom inn á sem varamaður og skoraði í sigri gegn Cavalier í Meistaradeildinni á föstudaginn en var mættur í byrjunarliðið í nótt.

Miguel Almiron, sem gekk til liðs við Atlanta frá Newcastle í janúar, lagði upp fyrsta mark leiksins á Emmanuel Latte Lath.

Messi jafnaði metin stuttu síðar þegar hann fór illa með varnarmann og vippaði yfir markmanninn. Fafa Picault tryggði svo Inter Miami sigurinn með marki undir lokin.

Inter Miami er á toppi Austurdeildar með tíu stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner