
Það er hálfleikur í þeim leikjum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem hófust klukkan 14. Í Akraneshöllinni er Lengjudeildarlið Fylkis 1-0 yfir gegn 2. deildarliði Kára.
Eina mark fyrri hálfleiksins var sjálfsmark en Fylkismenn áttu svo eftir að fá tvö rauð spjöld frá Gunnari Oddi Hafliðasyni dómara leiksins.
Eina mark fyrri hálfleiksins var sjálfsmark en Fylkismenn áttu svo eftir að fá tvö rauð spjöld frá Gunnari Oddi Hafliðasyni dómara leiksins.
Fyrst var það Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, sem fékk beint rautt fyrir tæklingu og svo sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler en Gunnar gaf honum rautt spjald fyrir að slá frá sér í baráttu við leikmann Kára.
Það er því vægast sagt áhugaverður seinni hálfleikur sem er framundan en fylgst er með gangi mála í leiknum hér auk þess sem leikurinn er í beinni útsendingu á ÍATV.
Athugasemdir