Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mónakó kaupir Kehrer af West Ham (Staðfest)
Mynd: EPA
Mónakó hefur gengið frá kaupum á þýska varnarmanninum Thilo Kehrer. West Ham keypti Kehrer af PSG sumarið 2022 og greiddi fyrir hann 10,5 milljónir punda.

Mónakó greiddi um 500 þúsund pund til þess að fá Kehrer á láni í janúar og svo rétt tæplega 10 milljónir punda fyrir að fá Kehrer alfarið til félagsins núna.

Kehrer fór á láni í janúar eftir að hafa einungis komið við sögu í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni fyrir áramót.

Hann er 27 ára þýskur landsliðsmaður sem uppalinn er hjá Schalke og fór þaðan til PSG á sínum tíma. Hann lék alls 50 leiki fyrir West Ham og varð Sambandsdeildarmeistari með liðinu fyrir ári síðan.

Hann er ekki í landsliðshópi Þýskalands fyrir EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner