Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dregið í Evrópu á morgun - Þetta eru mögulegir andstæðingar okkar liða
Blikar lögðu Shamrock í fyrra sem kom þeim í mjög góða stöðu á leið sinni í riðlakeppni.
Blikar lögðu Shamrock í fyrra sem kom þeim í mjög góða stöðu á leið sinni í riðlakeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingar voru grátlega nálægt því að komast í framlengingu gegn Riga í fyrra.
Víkingar voru grátlega nálægt því að komast í framlengingu gegn Riga í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á morgun verður dregið í 1. umferð í forkeppnum Evrópukeppnanna. Íslandsmeistarar Víkings taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur, Stjarnan og Breiðablik taka þátt í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikdagar í Meistaradeildinni verða 9./10. júlí og 16./17. júlí og leikdagarnir í Sambandsdeildinni verða 11. og 18. júlí. Drættirnir fara fram eftir hádegi á morgun, fyrst verður dregið í Meistaradeildinni og tveimur tímum seinna í Sambandsdeildinni.

Víkingur er í hópi tvö í Meistaradeildardrættinum og liðið er 'unseeded'*. Andstæðingarnir sem Víkingur getur fengið eru eftir styrkleikaröð: Finnlandsmeistararnir HJK Helsinki, eistnesku meistararnir Flora Tallinn, Færeyjameistarnir KÍ Klaksvík, írsku meistararnir Shamrock Rovers eða lettnesku meistararnir FC RFS.

Breiðablik sló í fyrra út Shamrock Rovers í 1. umferðinni. Breiðablik tryggði sér með því sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og náði að lokum því markmiði að spila í riðlakeppninni.

Breiðablik er í hópi tvö í Sambandsdeildardrættinum og liðið er 'seeded'. Liðið getur fengið eftir styrkleikaröð: Floriana FC frá Möltu, Shelbourne FC frá Írlandi, Atletic Club Escaldes frá Andorra, GFK Tikves frá Makedóníu eða Caernarfon Town FC frá Wales.

Valur er í hópi fjögur og liðið er 'unseeded'. Valur getur fengið eftir styrkleikaröð: KuPS Kuopio frá Finnlandi, B36 frá Færeyjum, FCI Levadia Tallinn frá Eistlandi, Connah's Quay Nomads FC frá Wales eða KF Vllaznia frá Albaníu.

KA sló út Connah's Quay í 1. umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.

Stjarnan er í hópi fimm og liðið er 'unseeded'. Stjarnan getur fengið eftir styrkleikaröð: FK Zalgiris frá Litháen, Linfield FC frá Norður-Írlandi, Paide Linnameeskond frá Eistlandi, FK Liepaja frá Lettlandi eða Derry City FC frá Írlandi.

*Hvort að lið séu seeded eða unseeded fer eftir fyrri árangri liðanna í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner