Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna Björk spáir í 16. umferð Bestu deildar kvenna
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefst 16. umferð Bestu deildar kvenna með leik ÍBV og Vals Í Vestmanneyjum.

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir var með tvo rétta er hún spáði í síðustu umferð deildarinnar en núna reynir Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður Inter, fyrir sér.

ÍBV 0 - 2 Valur (16:15 í dag)
Það er alltaf krefjandi að fara til Eyja og sigla burt með stig, en Valsstelpur hafa verið gríðarlega stöðugar og sannfærandi í síðustu leikjum og komnar með aðra höndina á titilinn eftir jafntefli við Blika í síðustu umferð. Valur vinnur þennan leik, 2-0.

KR 0 - 0 Selfoss (14:00 á morgun)
KR er að berjast fyrir lífi sínu eftir ansi erfitt tímabil og þarf nauðsynlega að vinna til að halda smá vonarneista lifandi meðan Selfoss liggur þægilega um miðja deild. KR mun gefa allt en tekur eitt stig úr þessum leik. Leikurinn endar 0-0.

Keflavík 1 - 2 Þór/KA (14:00 á morgun)
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem eru nálægt fallsæti. Fer rólega af stað þar sem bæði lið vilja þreifa aðeins fyrir sér en það koma mörk í seinni hálfleik og mun Sandra María tryggja Þór/KA 2-1 sigur.

Breiðablik 1 - 0 Afturelding (19:15 á morgun)
Blikar koma svekktar inn í leikinn eftir síðustu umferð og ætla sér ekki að gera þetta of auðvelt fyrir Val. Þær vilja heldur ekki missa Meistaradeildarsætið frá sér og þurfa að hafa fullan fókus. Afturelding þarf hins vegar að ná í sem flest stig til að halda sér í Bestu deildinni á næsta ári og mun ekkert gefa eftir, en Blikar vinna 1-0 að lokum.

Stjarnan 3 - 2 Þróttur (19:15 á mánudag)
Tvö virkilega skemmtileg og vel spilandi lið að mætast og er baráttan um Meistaradeildarsætið enn galopin. Verður jafn og skemmtilegur leikur en Stjarnan tekur þetta 3-2.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner