Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 17. september 2022 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Bolton á blússandi siglingu - AGF og Leuven í góðri stöðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Atromitos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru þónokkrir Íslendingar sem komu við sögu í keppnisleikjum víðsvegar um Evrópu í dag.


Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 66 mínúturnar í markalausu jafntefli hjá OH Leuven á útivelli gegn KV Mechelen í belgísku deildinni. Jón Dagur og félagar hafa farið þokkalega vel af stað og eru í fjórða sæti, með 17 stig eftir 9 umferðir.

Jón Daði Böðvarsson fékk síðustu 20 mínúturnar í 1-0 sigri hjá Bolton gegn Peterborough í ensku C-deildinni. Eina mark leiksins var skorað undir lokin og er Bolton í fimmta sæti, með 17 stig eftir 9 umferðir. Liðið er búið að sigra fjóra leiki í röð, þar af þrjá deildarleiki.

Mikael Anderson lék þá allan leikinn í góðum sigri AGF gegn AaB í Danmörku. AGF hafði tapað þremur í röð fyrir daginn í dag og því kærkominn sigur. Liðið er í fimmta sæti, með 16 stig eftir 10 umferðir.

Elías Már Ómarsson fékk síðasta korterið í tapi Nimes á útivelli gegn Sochaux í frönsku B-deildinni á meðan Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos í Grikklandi.

Atromitos gerði markalaust jafntefli og er með átta stig eftir fimm umferðir. Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður er Panathinaikos vann þægilegan sigur á Giannina. Panathinaikos er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Mechelen 0 - 0 Leuven

Bolton 1 - 0 Peterborough
1-0 Oladapo Afolayan ('86)

Århus 3 - 1 Aalborg
1-0 P. Mortensen ('52)
2-0 P. Mortensen ('64)
3-0 K. Yakob ('72)
3-1 J. Pedersen ('76)

Sochaux 3 - 1 Nimes

Atromitos 0 - 0 Lamia

Panathinaikos 3 - 0 Giannina

Hinn 38 ára gamli Emil Hallfreðsson lék allan leikinn á miðjunni í markalausu jafntefli hjá Virtus Verona gegn Novara í C-deildinni á Ítalíu. Virtus er aðeins með þrjú stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

Bjarki Steinn Bjarkason og Hjörtur Hermannsson voru þá ónotaðir varamenn í jafntefli milli Venezia og Pisa í B-deildinni. Bjarki Steinn hjá Venezia og Hjörtur hjá Pisa en bæði þessi lið hafa farið illa af stað á nýju tímabili.

Viðar Ari Jónsson og félagar í Honved eru þá komnir áfram í ungverska bikarnum á meðan liðsfélagar Kolbeins Birgis Finnssonar hjá varaliði Dortmund unnu sinn annan leik á tímabilinu. Kolbeinn horfði á frá varamannabekknum.

Að lokum var Birkir Bjarnason ónotaður varamaður í flottum sigri Adana Demirspor á útivelli gegn Antalyaspor í tyrknesku deildinni. Adana deilir toppsætinu með Galatasaray eftir þennan sigur, bæði lið eru með 16 stig eftir 7 umferðir.

Novara 0 - 0 Virtus Verona

Venezia 1 - 1 Pisa

Dorogi 0 - 2 Honved

Zwickau 1 - 2 Dortmund II

Antalyaspor 0 - 3 Adana Demirspor


Athugasemdir
banner