Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. september 2022 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Son hetjan af bekknum
Mynd: Getty Images

Son Heung-min og Kieran Trippier voru valdir sem menn leiksins af Sky Sports eftir úrvalsdeildarleiki dagsins.


Son, sem hefur átt dapra byrjun á tímabilinu, var bekkjaður af Antonio Conte og svaraði fyrir sig með látum. Hann kom inn af bekknum á 59. mínútu í stöðunni 3-2 fyrir Tottenham gegn Leicester.

Suður-Kóreski landsliðsmaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á lokakafla leiksins til að innsigla sigurinn. Hann fær níu fyrir sinn þátt í sigrinum og koma Hugo Lloris og Harry Kane næstir í einkunnagjöfinni með 8.

James Maddison var langbestur í liði Leicester, hann fær 8 í einkunn og fær Youri Tielemans 7 fyrir sinn þátt. Aðrir leikmenn liðsins eru í kringum fimmuna þar sem Danny Ward, Wilfried Ndidi og Patson Daka voru fjarkaðir.

Í Newcastle voru Pedro Neto og Kieran Trippier bestir með 8 í einkunn.

Tottenham: Lloris (8), Sanchez (5), Lenglet (6), Dier (7), Sessegnon (6), Hojbjerg (6), Bentancur (7), Perisic (7), Kulusevski (7), Richarlison (6), Kane (8).
Varamenn: Son (9), Emerson (6), Romero (6), Bissouma (5).

Leicester: Ward (4), Castagne (5), Faes (6), Evans (5), Justin (6), Maddison (8), Tielemans (7), Ndidi (4), Dewsbury-Hall (5), Barnes (5), Daka (4).
Varamenn: Vardy (5), Iheanacho (5),

Newcastle: Pope (5), Trippier (8), Schar (7), Burn (7), Targett (6), Guimaraes (6), Willock (6), Joelinton (7), Almiron (6), Fraser (6), Isak (6).
Varamenn: Murphy (6), Longstaff (6).

Bournemouth: Neto (8), Smith (7), Senesi (6), Mepham (6), Zemura (7), Lerma (7), Cook (7), Christie (7), Billing (7), Tavernier (7), Solanke (6).


Athugasemdir
banner