Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 11:19
Elvar Geir Magnússon
Van Persie ætlar ekki að breyta leikstílnum þrátt fyrir 9-1 tap
Mynd: Getty Images
Robin van Persie fer ekki vel af stað sem stjóri Heerenveen og hefur fengið mikla gagnrýni eftir 9-1 tap gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Þessi fyrrum sóknarmaður Hollands, Arsenal og Manchester United segist ekki ætla að víkja frá sinni hugmyndafræði þrátt fyrir þungan skell.

„Maður verður alltaf fyrir höggum á ferlinum. Þetta var mjög þungt högg. Við lærðum meira af þessum leik en í venjulegum leik," sagði Van Persie.

Þetta var fjórði leikur Van Persie við stjórnvölinn en í fyrsta sinn sem Heerenveen fær á sig níu mörk í deildarleik. Liðið er með fjögur stig og er í tólfta sæti.

„Þetta er hluti af fótboltanum. Þrátt fyrir að hlutirnir gengu ekki upp er mikilvægt að við höldum áfram okkar leikstíl, sem við erum að vinna að. Við munum halda áfram að spila okkar leik. Ég trúi á þessa hugmyndafræði og við höldum áfram að spila okkar leik."
Athugasemdir
banner
banner