Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2024 10:26
Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið og 433 fara fram á þjálfaraskipti í íslenska landsliðinu
Icelandair
Age Hareide á hliðarlínunni í tapi Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni á mánudagskvöldið.
Age Hareide á hliðarlínunni í tapi Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni á mánudagskvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætti Arnar Gunnlaugsson að verða þjálfari íslenska landsliðsins?
Ætti Arnar Gunnlaugsson að verða þjálfari íslenska landsliðsins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið og 433 hafa undanfarna daga farið fram á þjálfaraskipti hjá íslenska karlalandsliðinu aðeins 18 mánuðum eftir að Norðmaðurinn Age Hareide tók við liðinu.

Báðir miðlar segja að KSÍ geti nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Hareide í nóvember og hvetja til þess með tillögu að nýjum eftirmanni.

Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is ritaði grein þar sem hann segir í fyrirsögn Hareide vera latan Norðmann og vill skipta honum út.

433.is: Latur Norðmaður sem ætti að víkja fyrir augljósum kosti

„Hareide hefur frá fyrsta degi í starfi sýnt lítinn áhuga á því að vera hér á landi, hann er ekki fyrsti erlendi þjálfari okkar á síðustu árum en sá þjálfari sem hefur minnstan áhuga á að vera hérna. Hann heldur blaðamannafundi sína í gegnum Zoom í stað þess að mæta til landsins, hann kemur iðulega til landsins eins seint og mögulegt er," skrifar Hörður Snævar í ritstjórnargrein sinni sem birtist á vefnum í fyrrakvöld.

Bjarni Helgason íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu tekur í sama streng í blaði dagsins og telur íslenska landsliðið ekki í fyrsta sæti hjá norska þjálfaranum.

mbl.is: Einn augljós kostur sem næsti landsliðsþjálfari

„Staðreynd­in er samt sú að hann hef­ur ekki náð að tengj­ast ís­lensku þjóðinni líkt og for­ver­ar hans hafa gert. Hann kynn­ir leik­manna­hópa sína fyr­ir kom­andi verk­efni í gegn­um sam­fé­lags­miðil­inn Teams og ef liðið leik­ur úti­leiki í sama glugg­an­um kem­ur hann ekki til lands­ins. Hann hef­ur ekki eytt mikl­um tíma hér á landi og hef­ur sín­ar ástæður fyr­ir því en á sama tíma velt­ir maður því líka fyr­ir sér hvort ís­lenska landsliðið sé í fyrsta sæti hjá hon­um," skrifar Bjarni í grein í Morgunblaðinu í dag.

Báðir hafa þeir skoðun á því hver á að taka við liðinu, Hörður Snævar nefnir Arnar Gunnlaugsson þjálfara Íslandsmeistara Víkings en Bjarni vill sjá Frey Alexandersson þjálfara Kotrijk í Belgíu taka við íslenska landsliðinu.

Age Hareide hefur stýrt íslenska landsliðinu i 18 leikjum síðan hann tók við liðinu fyrir 18 mánuðum síðan. 7 þessara leikja hafa unnist, 9 hafa tapast og tveimur lokið með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner